Færsluflokkur: Bloggar
Í dag er tæpur mánuður þar til við leggjum í hann til Íran og af því tilefni sendi ég hér út nokkra upplýsingar um veðurfarið en þær eru birtar án ábyrgðar.
Veðrið í Dúbæ í dag (25.03.2008) kl 15 var hiti 26°C heiðskýrt, raki 51% og vindur af Norð-vestri 4,6 metrar á sekúndu.
Veðrið er mjög fjölbreytilegt í Íran. Í Norð-vestri eru vetur kaldir með snjókomu og frosti og þíðu í desember og janúar. Vor og haust eru tiltölulega mild en sumrin þurr og heit. Í suðurhlutanum eru veturnir mildir en sumrin mjög heit, með meðalhita í júlí um 38°C. Á Khuzestan sléttunni fylgir mikill raki sumarhitanum.
Almennt er mjög þurrviðrasamt í Íran og fellur mest af úrkomunni á tíomabilinu október til apríl. Á flestum stöðum er ársúrkoman minni en 250 millimetrar. Aðal undantekningin er fjalllendið kringum Zagros og slétturnar við Kaspíahaf en hér getur ársúrkoman orðið allt að 500 mm. Þá ber einnig að nefna svæðið við Vestanvert Kaspíahaf en hér rignir all að 1.000 mm á ári dreift jafnt yfir allt árið.
Bloggar | 25.3.2008 | 16:02 (breytt kl. 16:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)