Færsluflokkur: Ferðalög

Af heimasíðu Símans:

Af heimasíðu Símans tók ég eftirfarandi upplýsingar um símakostnað milli Íslands og Íran

 ÍranNotkun erlendis

Hér finnur þú upplýsingar um verð á símnotkun erlendis. Ef þig vantar upplýsingar um verð á símtölum til landsins, smelltu á hringt frá Íslandi.

 Símtöl og skilaboð erlendis
Svæði 3
Símtöl Úr farsíma (kr./mín.)
Innanlands 236 kr.
Til Íslands 236 kr.
Önnur lönd 273 kr.
Til EU svæðis 273 kr.
Móttekin símtöl**

61 kr.

 
Skilaboð Úr farsíma (kr./skeyti)
SMS

54 kr.

 
Það er sama verð fyrir GSM Áskrift og Frelsi. Gjaldfært er í upphafi hverjar mínútu.**Athugaðu að í þessu landi gæti verið rukkað viðbótargjald. Sjá nánar um viðbótargjöld í samningum hér að neðan.GagnaflutningurEngir samningar um gagnaflutning eru til fyrir landið

Samningar

Engir samningar um reiki eru til fyrir landið

 Hringt frá Íslandi til landsinsVeldu hringt frá Íslandi ef þig vantar upplýsingar um verð, landsnúmer og fleira.

Matatímar í Íran

Í Íran eru matartímar frábrugðnir frá því sem er hjá okkur hér á vesturlöndum.  Hádegismatur getur verið snæddur á tímabilinu frá 13:00 til 15:00 á daginn og kvöldmatur er gjarna snæddur kl 21:00 á kvöldin.  Þeir og önnur félagsleg tilefni til samveru standa oft lengi yfir og matar er neytt í rólegheitum, ósjaldan með sætabrauði, ávöxtum og mögulega hnetum.  Þar sem það er talið dónaskapur hér að hafna því sem boðið er þá ættu gestir að þiggja það, jafnvel þó þeir ætli ekki að neyta þess.  Innflutningur og neysla áfengis er stranglega bönnuð.  Refsing er  ströng og getur verið líkamleg.  Sérstökum trúarhópum er leift að framleiða og neyta áfengis en ekki að selja það né flytja það inn.  Svín og svínaafurðir eru bannaðar og eins og með áfengið þá er bannað að flytja það inn.  Góðu fréttirnar fyrir okkur ferðamennina eru að íranska eldhúsið er hreint frábært.  Hér gætir áhrifa frá Mið Asíu, Kákasus, Rússlandi, Evrópu og Mið Austurlöndum svo úr verður fjölbreitt úrval rétta unnum úr fersku hráefni og angandi kryddi.  Slæmu fréttirnar eru þær að íranir kjósa að snæða heima fremur en á veitingastöðum, þannig að mannsæmandi veitingastaðir eru sjaldséðir og bjóða ekki mikið úrval rétta (aðallega Kebab).  Matarboð á íranskt heimili yrði því hápunktur á Íransferð.  Þegar íranskt heimili er heimsótt í fyrsta sinn eða við sérstakt tækifæri,. þá færa íranir heimilinu smá gjöf.  Blóm, konfekt og sætabrauð þykir við hæfi.

Að bera með sér fé

Í Íran nota menn ennþá reiðufé, þannig að það er viturlegast að taka með sér seðla fyrir alla ferðina.  Evrur, pund og USD eru bestu gjaldmiðlarnir og best að hafa seðlana stóra og nýja (slétta og fína) t.d. 100€, 100GBP eða 100US$ eða stærri því fyrir þá fæst besta gengið. 

Erfitt getur verið að fá reiðufé út á greiðslukort í Íran en hugsast getur að hægt sé að nota þau í sérstökum verslunum við stórinnkaup (persnesk teppi).  Í slíkum viðskiptum má oft fá einhverja peninga til baka af kortinu.  Í algjörum neyðartilfellum getur verið hægt að fá peninga út á greiðslukort án þess að kaupa neitt, en það er dýrt. 

Að orðinu til á að vera hægt að skipta ferðaávísunum í bönkum í stæri stöðum en vegna þess hversu mikil fyrirhöfnin er við það, þá eru ferðaávísanir víst ekki ráðlagðar fyrir ferðamenn. 

Hraðbankar fyrirfinnast í flestum borgum en í flestum tilfellum taka þeir einungis við innlendum greiðslukortum.  Tejarat bankinn hefur sett á laggirnar sérstakt fyrirfram greitt Smarkort fyrir ferðamenn í Íran.  Með slíku korti má taka út fé í innlendum hraðbönkum og einnig á sérstökum stöðum í sumum verslanamiðstöðum.  Við brottför má síðan breyta rest á korti yfir í annan gjaldeyri. 

Þar sem innlendir hraðbankar taka einungis við innlendum kortum þá er ráðlegast að hafa með sér rials eða erlenda mynt. 

Peningar og daglegt líf.  Það er lítið vit í að hætta sér á svartamarkaðs braskið í gjaldeyrisskiptum enda oftast um lítinn mun á gengi að ræða og þeir sem það stunda oftast hinir mestu svikahrappar.  Best er að nota private exchange offices (sarāfi) því í bönkunum er skriffinnskan og rótið mikið.  Einkaskiptiswtofurnar eru víða í bæjum og við helstu ferðamannastaðina. Þó svo að gengið sé hér lægra en í bönkunum þá ganga viðskiptin hraðar fyrir sig og alltaf má finna þá, annað en með víxlarana á götunni, ef eitthvað fer úrskeiðis. 

Algengasti erlendi gjaldmiðilinn er US$ en Evran og Sterlingpundið eru einnig mikið að ryðja sér til rúms.  Það getur svo verið verra með aðra gjaldmiðla.  Nú eins og að framan greinir þá eru það nýir 100 USD sem ganga best  en minna fæst fyrir gamla krumpaða seðla. 

Við kaup á listmunum, Persneskum teppum og dýrum hlutum er reiknað með að prúttað sé, en í flestu öðrum tilfellum er verðið fastsett og ekki reiknað með að prútta þar um. Almennt er ekki reiknað með þjórfé en almennt eru verð afrúnuð upp á við í leigubílum og fínni veitingastaðir bæta 10% við reikning.  Dyraverðir og vikapiltar vænta þess að fá 2.000 til 3.000 rial fyrir þjónustu sína.  Nærgætnisleg afhending af fáeinum þúsundum tomāns liðkar oft fyrir í írönskum viðskiptum og er litið á það sem sérstaka viðurkenningu fyrir sérlega góða þjónustu en mútur eru ekki algengar í Íran. 

Það er ekki hægt að skjóta sér undan samþykktum ríkisins um tvöfalt verð sem er á gistingu og sumum ferðamannastöðum í Íran.  Útlendingar þurfa oft að greiða tífalt á við innfædda.  Þó ber að þakka nýlegu, lofsverðu framtaki stjórnvalda til að útrýma sérstöku verði fyrir útlendinga á ferðamannastöðum, t.d. í Persepolis sem við heimsækjum undir dvöl okkar í Shiraz.  Lágt matarverð og ferðakostnaður gera Íran að vænum ferðakosti fyrir okkur. 

Ef þú ert tilbúinn að dvelja á ódýrustu gististöðum, ferðast með rútu og borða á skyndibitastöðum eða kabābis þá getur þú sloppið með 100.000 rial á sólahring.  Viljirðu hinsvegar borða annað veifið á þokkalegum veitingastað og gista á miðlungs hóteli þá er nær að tala um 250.000 rial á sólahringinn.  Hinsvegar, viljirðu gista og snæða á fínustu stöðum og fljúga milli staða þá getur ferðakostnaðurinn auðveldlega farið í 750.000 rial.


Vegabréfsáritun

Til að ferðast til Íran þarf vegabréfsáritun og er hún fengin frá sendiráði Írans í Ósló í Noregi sjá tengilinn hér.

 

Í nafni Guðs

Skjöl sem þarf til að fá ferðamannaáritun til Íran

  1. Útfyllta umsókn í tveimur eintökum (smella hér til að sækja eyðublað)
  2. Tvær nýjar myndir.  „Konum ráðlagt að vera með slæður að Islömskum sið“.
  3. Afrit af síðu eitt og tvö úr vegabréfi þínu (sem gildir í minnst sex mánuði).
  4. 480 NOK sem greiðsla fyrir vegabréfsáritun á eftirfarandi formi:
    1. inngreiðsla á reikning 70380518307 hjá Den Norsk Bank og fylgi kvittun með umsókn.
    2. Greiða með bankakorti í afgreiðslu sendiráðsins.
      Ath: peningar eða ávísanir ekki móttekið.
  5. Umslag með 65 NOK frímerki með nafni og heimilisfangi þínu fyrir endursendingu.
  6. Öllum spurningum á umsóknarblaðinu (smella hér til að sækja eyðublað) þarf að svara fullkomlega á ensku.  Misbrestur á því getur valdið synjun á vegabréfsáritun.
  7. Áritun er dagsett viku frá þeim tíma er eigandi móttekur áritað vegabréf.
  8. Áritun er gild í þrjá mánuði frá dagsetningu.
  9. Móttaka sendiráðsins er opin mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, að frádregnum frídögum, frá 09:00 til 12:00 að hádegi.
  10. Ef þú vilt móttaka áritunina í pósti, vinsamlegast sendu okkur ofangreint ásamt auka (65 NOK) frímerktu umslagi með nafni og heimilisfangi þínu á viðkomandi áritun:  Consular Section, Embassy of the Islamic Republic of Iran, Drammens veien 88e, N-0244 Oslo, Norge.
  11. Ef umsóknin varðar ferðamannahóp þá vinsamlegast hafðu samband við viðkomandi ferðaskrifstofu í Íran.
  12. Varðandi frekari upplýsingar eða spurningar, þá vinsamlegast hafðu samband við afgreiðslu sendiráðsins sími 0047 22 55 24 09 á vinnudögum frá 14:30 til 16:00

Veður í Íran

Í dag er tæpur mánuður þar til við leggjum í hann til Íran og af því tilefni sendi ég hér út nokkra upplýsingar um veðurfarið en þær eru birtar án ábyrgðar.

 

Veðrið í Dúbæ í dag (25.03.2008) kl 15 var hiti 26°C heiðskýrt, raki 51% og vindur af Norð-vestri 4,6 metrar á sekúndu.

 

Veðrið er mjög fjölbreytilegt í Íran.  Í Norð-vestri eru vetur kaldir með snjókomu og frosti og þíðu í desember og janúar.  Vor og haust eru tiltölulega mild en sumrin þurr og heit.  Í suðurhlutanum eru veturnir mildir en sumrin mjög heit, með meðalhita í júlí um 38°C.  Á Khuzestan sléttunni fylgir mikill raki sumarhitanum.

 

Almennt er mjög þurrviðrasamt í Íran og fellur mest af úrkomunni á tíomabilinu október til apríl.  Á flestum stöðum er ársúrkoman minni en 250 millimetrar.  Aðal undantekningin er fjalllendið kringum Zagros og slétturnar við Kaspíahaf en hér getur ársúrkoman orðið allt að 500 mm.  Þá ber einnig að nefna svæðið við Vestanvert Kaspíahaf en hér rignir all að 1.000 mm á ári dreift jafnt yfir allt árið.


Meira um Íran (Islamic Republic of Iran جمهوری اسلامی ايران)

Nú held ég áfram að fjalla um Íran en það hlaut sjálfstæði 1. apríl 1979 og er það jafnframt þjóðhátíðardagur landsins.

Gjaldmiðill:

100 rialÍranskur rial (ریال) (IRR).

Íranskur rial (IRR; táknaður Rs) 1 Rs = 100 dinars.  Seðlar eru í Rs 50.000, 20.000, 10.000, 5.000, 2.000, 1.000, 500, 200 og 100.  Myntin er Rs 500, 250, 100 og 50.  Sjá nánar undir Gjaldmiðill í myndaalbúmi.

ert er að hafa í huga að víða er notast við tomans (تومان) og er 1 tomans = 10 rial.  Einnig má nefna Chomejni en hú er = 10.000 rial.

 18.02.2008 var gengið 100,00 IRR = 0,73 íslenskar krónur og 100,00 íslenskar krónur = 13.779,55 IRR.

Sem viðmið má segja að verð sé almennt gefið upp í rial og samtölur í tomans.  Til að gera málið flóknara, þá eru verslunarmenn gjarnir á að fela hátt verð þannig að þér er sagt að kaffibollinn kosti 2 tomans (tákni 2.000 tomans eða 20.000 rial) og að góð krús af kaffi kosti 3 tomans (tákni 3.000.000 tomans eða 30.000.000 rial).  1 Chomejni er = 10.000 rial = 1.000 tomans.

Fyrstu dagar ferðamannsins fara því oft í að setja sig inn í þetta ruglandi kerfi.  Víxlarar við landamærin reyna oft að nýta sér þetta til að féfletta ferðamenn.  Verið því á varðbergi og spyrjið verslunarmenn og víxlara ávalt að því hvort upphæðin er í rial eða tomans.

 

Rafmagn:

220V/50Hz (Evrópskir tenglar).

Að hringja til Íran:

Landsnúmerið er: 98

Klukkan:

Í Íran er klukkan þrem og hálfri klukkustund á undan klukkunni hjá okkur en mér er ekki kunnugt um hvort þeir hafi sumartíma.  GMT/UTC +3,5

Internet kóði:

Íranir hafa internet endinguna = .ir

 

Fólksfjöldi:

Í júlí árið 2007 eru íbúar áætlaðir 65.397.521.

0-14 ára 23,2%.  Karlar 7.783.794 /  konur 7.385.721.

15-64 ára 71,4%.  Karlar 23.636.883 / konur 23.088.934.

65 og eldri 5,4%.  Karlar 1.701.727 / konur 1.800.462.

Þjóðarbrot í Íran:

Persian 51%, Azeri 24%, Gilaki og Mazandarani 8%, Kurd 7%, Arab 3%, Lur 2%, Baloch 2%, Turkmen 2%, aðrir 1%

Trúarhópar:

Múslimar 98% (Shía 89%, Sunni 9%), aðrir (meðtaldir gyðingar, kristnir og bahæjar) 2%

Tungumál:

Persneska og Persneskar málískur 58%, Tyrkneska og tyrkneskar málískur 26%, kúrdíska 9%, Luri 2%, Balochi 1%, arabíska 1%, annað.2%

Læsi:

Er 77%:  Hjá körlum 83.5% og hjá konum 70.4% (2002 áætlað)

Stjórnarfar:

Klerkalýðræði

Höfuðborg:

Theran sem liggur Norðarlega í landinu á 35 40 N og 51 25 A.

Stjórnskipuleg skipting:

Landið skiptist í 30 héruð (ostanha, eintala - ostan); Ardabil, Azarbayjan-e Gharbi, Azarbayjan-e Sharqi, Bushehr, Chahar Mahall va Bakhtiari, Esfahan, Fars, Gilan, Golestan, Hamadan, Hormozgan, Ilam, Kerman, Kermanshah, Khorasan-e Janubi, Khorasan-e Razavi, Khorasan-e Shemali, Khuzestan, Kohgiluyeh va Buyer Ahmad, Kordestan, Lorestan, Markazi, Mazandaran, Qazvin, Qom, Semnan, Sistan va Baluchestan, Tehran, Yazd, Zanjan.

Staðsetning:

Íran er í miðausturlöndum með strandlengju að Persal- og Ómanflóa og Kaspíahafi og milli Íraks og Pakistan.  Milli 32 00 N, 53 00 A

Stærð landsins:

Heildar flatamál 1.648 þúsund ferkílómetrar eða rúmlega 16 sinnum stærra en Ísland.  Vatn þekur um 12 þúsund ferkílómetra.

Landamæri:

landamærin eru 5.440 km löng og liggja að:  Afghanistan 936 km, Armeníu 35 km, Azerbaijan-proper 432 km, Azerbaijan-Naxcivan exclave 179 km, Írak 1.458 km, Pakistan 909 km, Tyrklandi 499 km og Turkmenistan 992 km.

Strandlengjan:

Er 2.440 km en að auki liggur Íran að Kaspíahafi (740 Km strandlengja)

Lægsti punktur: Kaspía haf -28 m
Hæsti punktur: Kuh-e Damavand 5.671 m.

Náttúruauðlindir:

Olía, náttúru gas, kol, krtóm, kopar, málmgrýti, blý, mangan, sink og brennisteinn.


Íran (Persía ايران) í máli og myndum

Dagana 23. apríl til 7. maí förum við 11 saman til Íran (Persíu) og í tilefni af því þá tók ég hér saman nokkuð efni til að létta okkur að kynnast landi og þjóð.  Megnið af efninu er fengið á vefnum og hef ég reynt að aðlaga það að okkar þörfum.

Ég vonast til að koma með meira efni síðar og því gæti verið viturlegt að líta hér inn aftur síðar.

Fyrst er flogið til London og gist þar eina nótt.  Héðan er svo flogið til Dubai í Arabísku furstadæmunum og gist í tvær nætur.  Þá fljúgum við til Shiraz í ÍÍran og gistum þar í tvær nætur.  Héðan höldum við til Yazd og dveljum í tvær nætur.  Farið til Isfahan/Esfanan og dvalið í fjórar nætur.  Leiðin liggur nú til Kashan og verður nóttin hér ein.  Nú er haldið til Tehran og gist eina nótt.  Flogið til Dubai og gist ein nótt.  Héðan flogið til London og beint heim.

Kort af landinu:Landakort

Fáni landsins:

Þrír jafnstór endilangir fletir  Grænn efst, hvítur í miðjunni og rauður neðst.  Á miðjum hvíta fletinum er rautt nýstárlegt tákn fyrir orðið Allha (skjaldamerki landsins) í laginu eins og túlipani.  ALLAH AKBAR (Alla er mikill) er ritað ellefu sinnum með hvítu arabísku letri neðst í græna reitnum og efst í þeim rauða.

Þjóðfáni

Skjaldamerki:

Skjaldamerkið er nýstárlegt tákn fyrir orðið Allha á arabísku (الله,-með lambið í miðjunni formað sem sverð).  Táknið í yfirfærði mynd táknar einnig „La Ilaha Illa Allah” (það er aðeins einn guð og það er Alla).  Nákvæma lýsingu á merkinu er að finna írska staðlinum ISIRI 1 www.isiri.org.  Hönnuður var Hamid Nadimi og var merkið opinberlega tekið í notkun af Ayatollah Khomeini 9. maí 1980. Skjaldamerki

Stutt lýsing:

Íran gekk undir nafninu Persía fram til 1935.  Árið 1979 varð landið múhameðsk lýðveldi eftir að einræði var fellt og furstanum var vikið í útlegð.  Íhaldsamir klerkar stofnuðu trúarlegt kerfi þar sem stjórnin er fullkomin eiginhagsmunastjórn sem byggir á trúarlegum grunni (Múhameðstrú (Islam)).  Samkvæmt stjórnarskránni er erkiklerkurinn einráður og einungis ábyrgur gagnvart æðstaráði klerka.

Á árunu 1980 til 88 geisaði hatrammt stríð milli grannþjóðanna Írans og Írak.  Stríðið barst út á Persalflóa og blönduðust þá Bandaríkjamenn í það milli 87-88.

Íranir hafa þurft að þola miklar hörmungar vegna efnahagsþvinganna af hálfu Bandaríkjamanna og Sameinuðu þjóðanna.

Af vísindavefnum um Persíu

Aprint_4_allHvar var Persía og af hverju er hún ekki lengur til?

Persía er annað nafn yfir það land sem nú kallast Íran. Í landinu var fylki sem hét Pars, eða Persis. Jafnvel þótt íbúar landsins hefðu ávallt notað heitið Íran fóru aðkomumenn, svo sem Grikkir, smám saman að yfirfæra nafn fylkisins yfir á landið sjálft.

Á árunum 648-330 f. Kr. stækkaði veldi Persa óðfluga og að lokum varð Persía að voldugu heimsveldi. Meðal þeirra landsvæða sem innlimuð voru í Persíu voru Babýlónía í Mesópótamíu árið 539 f. Kr. undir stjórn Cýrusar II hins mikla, og Egyptaland undir stjórn Cambýsesar II, sonar Cýrusar. Cambýses II, og seinna sonur hans Xerxes I, reyndu einnig að ráðast inn í Grikkland en án árangurs.

Persar voru að lokum sigraðir af Alexander mikla árið 331 f. Kr. við orustuna um höfuðborgina Susa. Við það flýði Daríus III Persakonungur land en herir Alexanders eltu hann uppi og drápu. Alexander tryggði samruna ríkjanna með því að skrá Persa í her sinn og skipa herforingjum sínum að taka sér persneskar konur.

Árið 224 e. Kr gerðu Persar, undir stjórn Ardashirs I, uppreisn gegn Parþíubúum sem á þeim tíma voru við völd í landinu. Persar höfðu sigur í orrustunni við Homuz, og stofnuðu nýtt persneskt ríki. Ætt Ardashirs I missti að lokum völd sín á 7. öld e. Kr.

Eftir að hafa verið kallað Persía af Evrópubúum og öðrum í yfir 2000 ár var heiti ríkisins að lokum breytt árið 1935 og eldra nafnið Íran, sem íbúar landsins höfðu ávallt notað, tekið upp.

Þess má að lokum geta að það er ekkert einsdæmi að ríki skipti um nafn. Á heimasíðu One World - Nations Online má sjá lista yfir nöfn sem hafa verið lögð af sem landaheiti. Sem dæmi um nokkur nöfn sem ekki eru lengur í notkun eru Búrma sem nú kallast Mjanmar, Ceylon sem nú er Srí Lanka, Síam sem nú er Tæland og Breska Hondúras sem nú er Belís.

·                     Persia. Britannica Student Encyclypedia.

·                     Persia. Encyclopædia Britannica Online.

·                     Persia. MSN Encarta.

·                     Persian Empire. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.

·                     Myndin er af Aprint4all.

Nafn landsins:

Hefðbundið langt form: Islamska lýðveldið Íran venjulega nefnt Íran.Innlent langt form: Jomhuri-ye Eslami-ye Iran.  Innlent stutt form Iran.Áður hét landið Persía (1935).

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband