Dagana 23. apríl til 7. maí förum við 11 saman til Íran (Persíu) og í tilefni af því þá tók ég hér saman nokkuð efni til að létta okkur að kynnast landi og þjóð. Megnið af efninu er fengið á vefnum og hef ég reynt að aðlaga það að okkar þörfum.
Ég vonast til að koma með meira efni síðar og því gæti verið viturlegt að líta hér inn aftur síðar.
Fyrst er flogið til London og gist þar eina nótt. Héðan er svo flogið til Dubai í Arabísku furstadæmunum og gist í tvær nætur. Þá fljúgum við til Shiraz í ÍÍran og gistum þar í tvær nætur. Héðan höldum við til Yazd og dveljum í tvær nætur. Farið til Isfahan/Esfanan og dvalið í fjórar nætur. Leiðin liggur nú til Kashan og verður nóttin hér ein. Nú er haldið til Tehran og gist eina nótt. Flogið til Dubai og gist ein nótt. Héðan flogið til London og beint heim.
Kort af landinu:

Fáni landsins:
Þrír jafnstór endilangir fletir Grænn efst, hvítur í miðjunni og rauður neðst. Á miðjum hvíta fletinum er rautt nýstárlegt tákn fyrir orðið Allha (skjaldamerki landsins) í laginu eins og túlipani. ALLAH AKBAR (Alla er mikill) er ritað ellefu sinnum með hvítu arabísku letri neðst í græna reitnum og efst í þeim rauða.
Skjaldamerki:
Skjaldamerkið er nýstárlegt tákn fyrir orðið Allha á arabísku (الله,-með lambið í miðjunni formað sem sverð). Táknið í yfirfærði mynd táknar einnig La Ilaha Illa Allah (það er aðeins einn guð og það er Alla). Nákvæma lýsingu á merkinu er að finna írska staðlinum ISIRI 1 www.isiri.org. Hönnuður var Hamid Nadimi og var merkið opinberlega tekið í notkun af Ayatollah Khomeini 9. maí 1980.
Stutt lýsing:
Íran gekk undir nafninu Persía fram til 1935. Árið 1979 varð landið múhameðsk lýðveldi eftir að einræði var fellt og furstanum var vikið í útlegð. Íhaldsamir klerkar stofnuðu trúarlegt kerfi þar sem stjórnin er fullkomin eiginhagsmunastjórn sem byggir á trúarlegum grunni (Múhameðstrú (Islam)). Samkvæmt stjórnarskránni er erkiklerkurinn einráður og einungis ábyrgur gagnvart æðstaráði klerka.
Á árunu 1980 til 88 geisaði hatrammt stríð milli grannþjóðanna Írans og Írak. Stríðið barst út á Persalflóa og blönduðust þá Bandaríkjamenn í það milli 87-88.
Íranir hafa þurft að þola miklar hörmungar vegna efnahagsþvinganna af hálfu Bandaríkjamanna og Sameinuðu þjóðanna.
Af vísindavefnum um Persíu
Hvar var Persía og af hverju er hún ekki lengur til?
Persía er annað nafn yfir það land sem nú kallast Íran. Í landinu var fylki sem hét Pars, eða Persis. Jafnvel þótt íbúar landsins hefðu ávallt notað heitið Íran fóru aðkomumenn, svo sem Grikkir, smám saman að yfirfæra nafn fylkisins yfir á landið sjálft.
Á árunum 648-330 f. Kr. stækkaði veldi Persa óðfluga og að lokum varð Persía að voldugu heimsveldi. Meðal þeirra landsvæða sem innlimuð voru í Persíu voru Babýlónía í Mesópótamíu árið 539 f. Kr. undir stjórn Cýrusar II hins mikla, og Egyptaland undir stjórn Cambýsesar II, sonar Cýrusar. Cambýses II, og seinna sonur hans Xerxes I, reyndu einnig að ráðast inn í Grikkland en án árangurs.
Persar voru að lokum sigraðir af Alexander mikla árið 331 f. Kr. við orustuna um höfuðborgina Susa. Við það flýði Daríus III Persakonungur land en herir Alexanders eltu hann uppi og drápu. Alexander tryggði samruna ríkjanna með því að skrá Persa í her sinn og skipa herforingjum sínum að taka sér persneskar konur.
Árið 224 e. Kr gerðu Persar, undir stjórn Ardashirs I, uppreisn gegn Parþíubúum sem á þeim tíma voru við völd í landinu. Persar höfðu sigur í orrustunni við Homuz, og stofnuðu nýtt persneskt ríki. Ætt Ardashirs I missti að lokum völd sín á 7. öld e. Kr.
Eftir að hafa verið kallað Persía af Evrópubúum og öðrum í yfir 2000 ár var heiti ríkisins að lokum breytt árið 1935 og eldra nafnið Íran, sem íbúar landsins höfðu ávallt notað, tekið upp.
Þess má að lokum geta að það er ekkert einsdæmi að ríki skipti um nafn. Á heimasíðu One World - Nations Online má sjá lista yfir nöfn sem hafa verið lögð af sem landaheiti. Sem dæmi um nokkur nöfn sem ekki eru lengur í notkun eru Búrma sem nú kallast Mjanmar, Ceylon sem nú er Srí Lanka, Síam sem nú er Tæland og Breska Hondúras sem nú er Belís.
· Persia. Encyclopædia Britannica Online.
· Persia. MSN Encarta.
· Persian Empire. Wikipedia, frjálsa alfræðiorðabókin.
· Myndin er af Aprint4all.Nafn landsins:
Hefðbundið langt form: Islamska lýðveldið Íran venjulega nefnt Íran.Innlent langt form: Jomhuri-ye Eslami-ye Iran. Innlent stutt form Iran.Áður hét landið Persía (1935).
Flokkur: Ferðalög | 21.2.2008 | 22:13 (breytt 22.2.2008 kl. 00:44) | Facebook
Athugasemdir
Frábært hja þér Sjonni. Hlakka til að fylgjast með.
Kalla
Kalla (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 08:18
Sæll Sjonni.
Það þarf ekki að hafa áhyggjur af uppl. frá þér þetta er bara flott hjá þér og verður gaman að fylgjast nánar með þessu.
Bestu þakkir Jón
Jón (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.