Matatímar í Íran

Í Íran eru matartímar frábrugðnir frá því sem er hjá okkur hér á vesturlöndum.  Hádegismatur getur verið snæddur á tímabilinu frá 13:00 til 15:00 á daginn og kvöldmatur er gjarna snæddur kl 21:00 á kvöldin.  Þeir og önnur félagsleg tilefni til samveru standa oft lengi yfir og matar er neytt í rólegheitum, ósjaldan með sætabrauði, ávöxtum og mögulega hnetum.  Þar sem það er talið dónaskapur hér að hafna því sem boðið er þá ættu gestir að þiggja það, jafnvel þó þeir ætli ekki að neyta þess.  Innflutningur og neysla áfengis er stranglega bönnuð.  Refsing er  ströng og getur verið líkamleg.  Sérstökum trúarhópum er leift að framleiða og neyta áfengis en ekki að selja það né flytja það inn.  Svín og svínaafurðir eru bannaðar og eins og með áfengið þá er bannað að flytja það inn.  Góðu fréttirnar fyrir okkur ferðamennina eru að íranska eldhúsið er hreint frábært.  Hér gætir áhrifa frá Mið Asíu, Kákasus, Rússlandi, Evrópu og Mið Austurlöndum svo úr verður fjölbreitt úrval rétta unnum úr fersku hráefni og angandi kryddi.  Slæmu fréttirnar eru þær að íranir kjósa að snæða heima fremur en á veitingastöðum, þannig að mannsæmandi veitingastaðir eru sjaldséðir og bjóða ekki mikið úrval rétta (aðallega Kebab).  Matarboð á íranskt heimili yrði því hápunktur á Íransferð.  Þegar íranskt heimili er heimsótt í fyrsta sinn eða við sérstakt tækifæri,. þá færa íranir heimilinu smá gjöf.  Blóm, konfekt og sætabrauð þykir við hæfi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband