Írankvöld í Grjótaselinu

Í gærkvöld hittumst við í Grjótaselinu með fararstjóranum okkar honum Ali til að sjá hvert annað og fara yfir málin.

Að fylla út vegabréfsáritunina 080407 Sjonni 5

Þegar búið var að koma upp tæknibúnaðinum fór Ali með okkur í að ljúka við að fylla út vegabréfsáritunina en hann kunni ýmis "trikk" í því sambandi.  Ég var til dæmis með fyrirspurn um það hvort ég ætti ekki líka að senda myndina af mér með slæðu um höfuðið eins og hún Anna mín þurfti að hafa á sinn mynd en hann ráðlagði frá því þó honum þætti hugmyndin ekki fráleit nú þannig að ég sendi mynd af mér án080408 002 Irankvold  i Grjotaseli slæðu.

Það tók dágóðan tíma að ganga frá þessum pappírum og verður ábyggilega gaman hjá þeim í íranska sendiráðinu í Ósló að yfirfara þetta allt og koma 080408 004 Irankvold  i Grjotaseliárituninni fyrir í vegabréfunum okkar.

Landið og sagan

Nú færðum við okkur um set til að hlíða á Ali segja okkur frá landi og þjóð í máli og myndum080408 005 Irankvold  i Grjotaseli.  Ali fór hér yfir ýmis atriði

tengslum við ferðina og sýndi okkur myndbrot frá þeim stöðum sem við heimsækjum í ferð okkar en þeir eru Dúbæ í 080408 007 Irankvold  i GrjotaseliArabíska furstadæminu og í Íran eru það borgirnar Tehran - Kashan - Isfahan - Yazd - Shiraz og á eftir sýndi hann okkur þetta allt á korti.  Að lokum komu svo myndir frá síðustu ferð til Íran.

Íranskt te og döðlur

080408 008 Irankvold  i GrjotaseliNú bauð Ali okkur upp á íranskt te og döðlur og Anna upp á annað góðgæti og settums við niður undir þessum góðgætum og spjölluðum saman 080408 010 Irankvold  i Grjotaselium ferðina og var ljóst að mikil spenna var í mönnum að komast að stað þangað.

Fleiri myndr frá kvöldinu má finna í myndaalbúmi hér til hliðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband