Vellíðan á ferðalögum:

Mig langar að vekja athygli ykkar á athugasemd sem komin er við bloggið mitt Af heimasíðu Símans: frá 3. apríl síðastliðnum en ég tek að sjálfsögðu ekki ábyrgð á þeim skrifum.

 

Varðandi vellíðan þá ætla ég í sérstakan slökunarpott hjá Blue lagoon SPA í Hreyfingu á eftir líkamsræktina og nuddið þann 23.  Læt ykkur vita hvernig það virkar er við hittumst í Leifsstöð.  Í Leifsstöð bíður Bláa lónið víst upp á margskonar nudd þannig að það er bara að hringja og prófa.

 

Í gærkvöldi var mér litið á neglurnar mínar og komst þá að því að ekki væri vitlaust  að láta nú líta á þær fyrir ferðina, en ekki bara naga þær eins og venjulega.  Þannig að ég fór á heimasíðu Sheraton Heathrow Hotel og komst auðvita að því að það er boðið upp á alt nema "sjálfvirka naglanögun" og nudd.  Nú þá var ekkert annað eftir en að skrifa þessum náungum og forvitnast um hvort ekki væri að finna þessa þjónustu í nágrenninu og viti menn til baka kom að Springhealth Heathrow, Twickenham, 422 Bath Road, Longford , Middlesex  UB7 0EB, sími 0044 20 8897 6001 og fax: 0044 20 8564 9107 er þarna í göngufæri frá hótelinu.  Hér er að finna bækling frá þeim.


Læt þetta duga um efnið að sinni en kem aftur að því síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband