Dúbæ:

Þann 25.apríl ætlum við að fara í leiðangur út í eyðimörkina síðdegis og dvelja fram á kvöld.  Hvernig haldið Safaryþið að klósettmálin séu þar.  Munið þið eftir myndinni sem hann Ali sýndi okkur af úlfaldanum sem gekk með klósettið sitt hangandi við afturendann.  Cool það.  Nú við getum lesið okkur til um Safaríið hér.

Verslun

VerslunÍ síðasta bloggi kom ég lítils háttar inn á hvað væri í boði í Dúbæ.  Nú ætla ég að vaða í það stelpur VERSLUN.

Dúbæ er er þekkt sem „höfuðborg verslunar í Mið Austurlöndum.  Með þetta margar verslunarmiðstöðvar og litlar búðir, þá er hvergi að finna vörur á svo frábæru verði sem hér.  Hér er svo sannarlega pardís þeirra sem vilja versla tollfrjálst og hér færðu meira fyrir peninginn. 

Hinar mörgu verslanamiðstöðvar hér fullnægja þörfu allra neytenda.  Bíla, hátísku föt, skartgripir, raftæki, húsgögn, íþróttavörur og bara nefndu það allt finnst undir sama þaki.

Mall of the Emirates nærri fjórðu slaufu á Sheikh Zayed Road er stærst verslunarmiðstöð utan Norður Ameríku með yfir 200 verslunum, bíóum auk skíðasvæðisins sem ég ræddi um í síðasta bloggi.  H ér má finna fjölda alþjóðlegra verslana og einnig lúxus búðir eins og Harvey Nichols.  Veitingastaðir og kaffihús er hér einnig að sjá og virðist sem kaffihúsin hér séu vinsælli en í öðrum verslanamiðstöðvum.  Á efri hæðinni má finna Arabíska og Mið Austurlenska minjagripi.  Mjög stór Carrefour stórmarkaður er svo hér í tengslum.

Ibn Battuta Mall á Jebel Ali er verslanamiðstöð með þema í kringum sex lönd (Kína, Indland, Persíu (Íran), Egiptaland, Túnis og Andalúsíu).  Hér er mikið verslanaúrval en minna um hágæða verslanir.  Hér eru veitingastaðir og kaffihús (t.d. þrjú Starbucks) en áfengi er ekki haft um hönd.  Nokkur bíó eru hér þar á meðal Imax.  Hér er stöðug sýning á Islömskum vísindum, uppfinningum og stjörnufræði.  Í tengslum við miðstöðina er ein af fornbóksölum Dúbæ og stórmarkaður House of Prose.

Souk Madinat Jumeirah á Jumeirah Road.  Hér eru 75 verslanir og nokkrir barir, veitingastaðir og kaffihús og eru veitingahúsin og barirnir í flestum tilfellum með vínveitingaleifi.  Einnig næturklúbbur og leikhús.  Hlutir hér í dýrari kantinum og meir stílað á ferðamenn og innlendan karlpening.  Hér er gott að rápa um því útlitið er í gömlum stíl en með loftræstingu.  Sægur af minjagripaverslunum.

Burjuman Centre á Khalifa Bin Zayed Road er nýlega opnaður eftir stækkun.  Hér er áherslan á verslanir með viðurkennd vörumerki og litlar tískuverslanir með hágæðavöru.  Hér er einnig að finna ódýrari verslanir.  Áfengislaus staður.Deira City Centre.  Þetta er án vafa vinsælasta verslanamiðstöðin í Dúbæ og engri ferð til Dúbæ lýkur án þess að koma hér við.  Debenhams, Virgin Megastore, Zara og aðrar alþjóðlegar verslanir eru hér.  Fjölsala bíó, veitingastaðir og kaffihús (án vínveitingaleyfis) eru hér auk stórs „Arabísks fjársjóðs“ minjagripa og hefðbundins vefnaðar.  Stór Carreford stórmarkaður er hér í viðbyggingu og hér er venjulega heitt í kolunum.

Wafi MallWafi Mall.  Marks & Spencer, Goodies.  Fókusinn er hér á lúxus vörur, skartgripi og dýrar tískuverslanir.  Margir veitingastaðir og barir með vínveitingaleyfi.  Í tengslum við miðstöðina er gæða SPA staður.  Byggingin er í egipskum stíl með steindum gler píramídum og vel þess virði að skoða hana.

Emirates Towers Boulevard á Sheikh Zayed Road er hluti Emirates Tower Hotel byggingunni.  Búðirnar hér samsvara sér vel til hótelsins, mjög hár klassi.  Hér má finna Starbucks og Lipton cafe.  Hér eru allir staðir með vínveitingaleyfi.  Afar vinsæll næturlífsstaður með bari og næturklúbba.

Mercato Mall á Jumeirah Beach Road er eina verslunarmiðstöðin í Mið Austurlöndum í Renisansstíl.  Kvikmyndahús, Virgin stórmarkaður, Next, Thop Shop eru meðal verslana hér.  Einnig er hér að finna stóra Spinneys verslun tengda miðstöðinni.  Nokkrir veitingastaðir en án vínveitinga.

Gould Souk er ekki verslanamiðstöð en sögulegur markaður sem hefur verið hluti af Dúbæ frá upphafi.  Staðsett við gríska hafið og lokkar fólk með því að selja gull í stórum stíl en með engri tryggingu.  Nauðsinlegur staður fyrir kaupendur og ferðamenn.

Spice SoukSpice Souk.  Eins og að ofan þá er þetta ekki verslanamiðstöð heldur sögulegur markaður sem hefur verið hluti Dúbæ frá upphafi.  Staðsettur í næsta nágrenni Gould Souk en í seinni tíð hefur markaðurinn dalað því stórmarkaðirnir hafa yfirtekið söluna á kryddi.  Nauðsinlegur staður fyrir kaupendur og ferðamenn.  Hér má finna mikið af minjagripum.  Báðir markaðirnir eru frekar heitir og það kostar svita og tár að heimsækja þá því lítið er um loftkælingu og vertu því vel undirbúinn að fara í slaginn á heitum degi.  Einstaka verslanir eru loftkældar.

Gold & Diamond Park á Interchange 4, Sheikh Zayed Road (að sunnanverðu) selur, eins og nafnið bendir til, hluti úr gulli og demöntum.  Hér er lítið um sögulega gripi að ræða en staðurinn er loftkældur og auðvelt að komast að honum.

Al Ain Plaza (þekkt hér sem Tölvutorgið) á Mankhool Road sérhæfir sig í tölvum, tölvubúnaði og fylgihlutum

Athugið:  Nokkrir markaðir eru með stóra Carrefor, eða líka, stórmarkaði sem selja raftæki á lægsta verði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband