Fróðleikur um Dúbæ (á arabísku دبيّ‎,)

Dúbæ (دبيّ‎,)

Ég komst að því áðan að hluti af blogginu mínu er horfinn.  Til að sjá elsta bloggið þá þarf að fara í dagatalið hér við hliðina og færa sig á viðkomandi mánuð og þar koma dagarnir undirstrikaðir sem bloggað hefur verið á.  Fyrsta færslan hér er í febrúar 2008.

Þessa dagana er hitinn þetta 35 til 38 gráður á daginn og niður í 23 á nóttunni.

Eyðimerkurborgin spennandi:

Það eru til heimildir um borgina Dúbæ allt frá árinu 1799.  Fyrr á 18. öldinni krýndi Al Abu Falasa af ætt Bani Yas sig höfðingja Dúbæ sem þá var hluti af landnámi Abu Dhabi eða allt til 1833.

Þann 8. janúar 1820 var þáverandi fursti samningsaðili í friðarviðræðum við breta.Árið 1833 sleit Al Maktoum höfðingi Bani Yas ættarinnar landnámi Abu Dhabi án mótspyrnu og tók yfir Dúbæ.  Um tíma var Dúbæ undir verndarvæng breta

Stjórnendur í Dúbæ tóku vel á mót erlendum verslunarmönnum, ólíkt því sem var í nágrannaríkjunum, og var borgin mikilvæg höfn fyrir viðskiptamenn við svæðið (sérstaklega við Indland), sem settust að í landinu.Fram til 1930 var Dúbæ fræg fyrir perluútflutning.

Eftir fall Gulf Rupeesins árið 1966 sameinaðist Dúbæ Qatar sem þá var nýlega sjálfstætt til að koma á fót nýrri mynt Qatar/Dúbæ riyal.  Olía fannst svo 120 km út frá ströndum Dúbæ og komst landið þá í hóp olíuríkjanna.2. desember 1971 sameinaðist Dúbæ ásamt Abu Dhabi og fimm öðrum furstadæmum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar bretar yfirgáfu verndarsvæði sitt við Persalflóa.  1973 sameinuðust svo furstadæmin um gjaldmiðil Dimam (UAE dimam).

Bæir og þorp í Dúbæ: Jebel Ali, Hatta, Al Hunaiwah, Al Aweer, Al Hajarain, Al Lusayli, Al Marqab, Al Shindagha og Al FaqLandsvæði í Dúbæ: Hail, Abu Hail, Al Sufari, Ud al-Bayda, Al Malaiha, Al Madam, Margham, Urqub Juwayza, Al Qima og Hor Al Anz.Stjórnarfarið er stjórnarskrávarið einveldi.  Núverani fursti er Mohammed bin Rashid Al Maktoum og arftakinn heitir Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum.Furstadæmið er 4.114 ferkílómetrar að flatarmáli og þar af fara 1.287,4 ferkílómetrar undir höfuðborgina Dúbæ.Íbúafjöldinn er mjög á reiki frá 800.000 og upp í rúmar 2. miljónir eftir heimildum.  Þar af 42,3% indverjar, 17% emiratar, 13,3% pakistanar, 9,1 aðrir arabar, 7,5 bangladessar og 10% aðrir.  Karlar eru um 71% og konur 29%Nú eins og áður hefur komið fram þá er klukkan hjá þeim fjórum tímum á undan okkur (UTC +4)

Dúbæsk menning:

Menningin í Dúbæ hefur rætur í islömskum siðum og formar hún lífstíl arabíska furstadæmisins.  En hvað sem því líður þá eru íbúar furstadæmanna umburðalyndir gagnvart útlendingum sem hafa aðra trú.  Útlendingum er frjálst að stunda sína trú, áfengi er haft um hönd á hótelum og mörgum veitingastöðum og fataburður er mjög frjáls.  Konur verða ekki fyrir mismunun.  Kurteisi og gestrisni eru meðal margra dygða heimamanna.  Stjórnvöldum er umhugað að viðhalda menningu landsins og vinna í því á ýmsan hátt.  Eitt af því er að hald mót í Fálkaveiðum, Camel hlaupi og báta siglingar.

Tungumálið og trúin:

Opinbert mál er arabíska en enska og urdu eru einnig útbreidd tungumál ásamt hindi og fleirri austurlenskum málum.  Islam er opinber trúabrögð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og er mikill meirihluti Sunni múslimar og svo eru útlendingar í minnihluta sem aðhyllast Hindu, Sikhs og kristni.  Dúbæ er eina furstadæmið með hindúahof.í Meena Bazaar hverfinu eru bæði Shiva og Krishna hof og er talið að Rashid Bin Saeed Al Maktoum fursti af Dúbæ hafi samþykkt byggingu þeirra.  Í landinu er líkbrennsla rekin af Indverskum útlögum.  Aðrir en múslimar er frjálst að rækja trú sína í furstadæminu en trúboð á almanna færi og útgáfa trúarlegs efnis er óheimilt.  Stjórnvöld sína „ekki-múslímskum“ trúfélögum og fjölgyðistrúfélögum umburðalindi og skipta sér lítið af starfsemi þeirra.

Veðurfar:

Í Dúbæ er heittemprað loftslag hálft árið.  Rigning er afar sjalséð og er þá aðallega yfir vetrartímann.  Meðal úrkoma er um 130 mm dreift á fimm daga á ári.  Hitastigið fer úr um 10 gráður C á köldum vetrarnóttum og upp í 48 gráður á heitum sumardögum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband