Smá írönsk menning

Einn af samferðarmönnum okkar, mætur borgari þessa lands, sendi mér eftirfarandi:

„Sæll Sigurjón:Ég hlakka til að hitta ykkur hjónin. Gat ekki þegið heimboð ykkar er Íranshópnum var boðið. Var veikur, hundveikur.

Omar KhayyamFyrir nokkru fékk ég netfang að höfuðljóði Omars Khayyam sem er mjög dáður í Íran. Hann var persneskur stærðfræðingur, stjörnufræðingur og skáld (á 11. öld). Hann mun og hafa verið læknir.

Ljóðið Rubaiyat hefur verið þýtt af mörgum yfir á ensku en þýðing Edward Fitzgerald þykir bera af - hér að neðan er slóð inn á ljóðið í þýðingu E.F.

Fitzgerald þykir hafa sett forlagasnúning á þýðinguna, en hins vegar veit enginn hvort Khayyam hafi verið trúaður eða trúlaus, drykkjumaður eða bindindismaður. Hver og einn dæmir um það.

Khayyam hvílir í Nishapur, Íran, þar sem reist hefur verið minnismerki um hann.

Enn og aftur þökkum við hjónin fyrir heimasíðuna. Hún er frábær upplýsingalind.

Æviágrip:http://en.wikipedia.org/wiki/Rupaiyat_of_Omar Khayyam

Rubaiyat:http://www.library.cornell.edu/colldev/mideast/okhym.htm

Innskot frá Sigurjóni:  Omars Khayyam var fæddur 1048 og dáinn 1123.  Fullt nafn var Abu ol-Fath ebn-Edward FitzGeraldEbrahim „Omar ol-Khayyami of Nishapur“ en Khayyam merkir „tjaldgerðarmaður“.   Hér má finna æviágrip Omars Khayyam ritað af Edward FitzGerald (1809 - 1883).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband